Okkar heimur
Í hnotskurn
Þarf tilvísun? Nei
Er úrræðið niðurgreitt? Já
Þjónusta
Fræðsla ♥ Ráðgjöf ♥ Stuðningshópar fyrir aðstandendur ♥ Stuðningur ♥ Vitundarvakning
Fyrir hverja?
Okkar heimur er stuðningsúrræði fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda
Hvert er markmiðið?
Nánari upplýsingar
Það getur verið erfitt að eiga foreldri með geðrænan vanda* og það er eðlilegt að upplifa allskonar tilfinningar vegna þess.
Sumir segja að það sé eins og að vera í tilfinningarússíbana.
Það getur verið erfitt fyrir þig að skilja af hverju foreldri þitt hegðar sér eins og það gerir og kannski veistu ekki hvað þú getur gert til að hjálpa til. Þú gætir fundið fyrir kvíða, skömm eða hræðslu og allskonar öðrum tilfinningum.
Vefsíðunni er ætlað að:
- Veita fræðslu til barna og ungmenna um geðræna erfiðleika foreldra. Fræðsluefni á síðunni:
- Veita stuðning, m.a. með fjölskyldusmiðju og stuðningshópa fyrir ungmenni.
- Fjölskyldusmiðjur: Okkar heimur býður upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar hér.
- Stuðningshópur fyrir ungmenni: Okkar heimur er að fara af stað með stuðningshóp fyrir ungmenni á aldrinum 13-17 ára sem eiga foreldra með geðsjúkdóma. Hópurinn fer af stað 8. október kl. 16:30-18:30 og verður haldinn mánaðarlega í framhaldi. Þátttaka er ungmennum að kostnaðarlausu. Hægt er að skrá sig hér.
- Hvetja til vitundarvakningar um stöðu barna sem alast upp með foreldri með geðrænan vanda - en rannsóknir sýna að þessi börn eru í 70% meiri hættu á að þróa sjálf með sér vanda á fullorðinsárum fái þau engan stuðning.
Netfang: okkarheimur@okkarheimur.is
Heimasíða: https://www.okkarheimur.is/
Símanúmer: 556 6900
Rannsóknir
- „Fyrst og fremst þá er þetta fólk foreldrar! Þau eru ekki fyrst og fremst fólk sem er að glíma við geðrænan vanda.“
- Upplifun barna af því að alast upp hjá foreldri með vímuefnaröskun eða geðröskun og afleiðingar.
- „Ég var svolítið hissa af því ég hélt fyrst að ég væri eina sem ætti pabba sem væri með svona dótarí“