Samfélagshúsið Vitatorgi
Í hnotskurn
Þjónusta
Dans ♥ Ferðir ♥ Félagsstarf ♥ Göngur ♥ Hagleikssmiðjur ♥ Klúbbastarf ♥ Leikfimihópar ♥ Listasmiðjur ♥ Spilamennska ♥ Vinnustofur
Fyrir hverja?
Fyrir Reykvíkinga á öllum aldri.
Hvert er markmiðið?
Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.
Nánari upplýsingar
Vitatorg er samfélagshús á vegum Reykjavíkurborgar og eru samfélagshúsin þrjú; á Vitatorgi, Aflagranda 40 og Bólastaðahlíð 43.
Hver stöð býður upp á sína eigin dagskrá sem samanstendur af ýmsum spennandi hlutum. Sem dæmi má nefna: vinnustofur, hagleikssmiðjur, listasmiðjur og klúbbastarf ýmiskonar, spilamennsku, skoðunarferðir, dans og leikfimi. Síðan eru ýmsir viðburðir árlegir og/eða tilfallandi, svo sem grillveisla, haustfagnaður og þorrablót.
Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf og hver og einn getur haft áhrif á þróun þess.