Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Samfélagshúsið Vitatorgi

Í hnotskurn

Þarf tilvísun? Nei
Efnisflokkur: Virkni
Staðsetning: Reykjavík
Aldursflokkur: Fullorðnir
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Ágætt, fólk kemst flest án aðstoðar
Opnunartími: Samfélagshúsið er opið alla virka daga kl. 9:00–16:00

Þjónusta

Dans ♥ Ferðir ♥ Félagsstarf ♥ Göngur ♥ Hagleikssmiðjur ♥ Klúbbastarf ♥ Leikfimihópar ♥ Listasmiðjur ♥ Spilamennska ♥ Vinnustofur

Fyrir hverja?

Fyrir Reykvíkinga á öllum aldri.

Hvert er markmiðið?

Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.

Nánari upplýsingar

Vitatorg er samfélagshús á vegum Reykjavíkurborgar og eru samfélagshúsin þrjú; á Vitatorgi, Aflagranda 40 og Bólastaðahlíð 43.

Hver stöð býður upp á sína eigin dagskrá sem samanstendur af ýmsum spennandi hlutum. Sem dæmi má nefna: vinnustofur, hagleikssmiðjur, listasmiðjur og klúbbastarf ýmiskonar, spilamennsku, skoðunarferðir, dans og leikfimi. Síðan eru ýmsir viðburðir árlegir og/eða tilfallandi, svo sem grillveisla, haustfagnaður og þorrablót.

Lögð er áhersla á sjálfsprottið félagsstarf og hver og einn getur haft áhrif á þróun þess.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði