Hitt húsið - miðstöð ungs fólks
Í hnotskurn
Þjónusta
Fræðsla ♥ Hagleikssmiðjur ♥ Jafningjastuðningur ♥ Ráðgjöf ♥ Tónlistahópar ♥ Tómstundir & áhugamál ♥ Atvinnuráðgjöf ♥ Frístundastarf
Fyrir hverja?
Hitt Húsið er miðstöð ungs fólks á aldrinum 16-25 ára á sviði menningar og lista, tómstunda, upplýsinga og ráðgjafar, atvinnumála og forvarna.
Hvert er markmiðið?
- Veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd
- Endurspegla menningu ungs fólks
- Veita upplýsingar og ráðgjöf
- Styrkja stöðu ungs fólks á vinnumarkaði
- Vera vettvangur fyrir félagsleg úrræði
Nánari upplýsingar
Í Hinu Húsinu getur ungt fólk nýtt sér aðstöðuna til að syngja, dansa, dreyma, skapa, læra, spila, funda og fleira. Ýmis félög og samtök ungs fólks hafa aðstöðu í Hinu Húsinu.
Atvinnuráðgjöf: Atvinnuráðgjafar Hins Hússins sérhæfa sig að hjálpa ungu fólki í atvinnuleit og styrkja stöðu þess á vinnumarkaði. Jafningjafræðarar ræða og fræða annað ungt fólk um lífið og tilveruna og boðið er upp á hópastarf fyrir ungt fólk sem vill kynnast öðru ungu fólki.
Vinfús: Hitt Húsið heldur úti hópastarfi fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Starfið er hugsað fyrir öll ungmenni sem vilja kynnast öðrum ungmennum og einnig þá sem hafa einangrast í skóla eða í öðrum félagslegum aðstæðum. Starfið gengur út á að skapa heilbrigðan grundvöll fyrir afþreyingu og skemmtanir.
Jafningjafræðsla: Jafningjafræðslan er skipuð ungu fólki á aldrinum 16-20 ára sem fer og ræðir við annað ungt fólk um málefni sem snúa að ungu fólki svo sem sjálfsmynd, kynlíf, geðheilbrigði, vímuefni og fleira. Hugmyndafræðin er sú að ungt fólk nái á annan hátt til annars ungs fólks heldur en aðrir.
Frítímastarf fatlaðra: Í Hinu Húsinu er boðið upp á frítímastarf fyrir ungmenni með fötlun sem stunda nám á starfsbrautum framhaldsskólanna. Einu sinni í viku er einnig opið kvöldstarf fyrir aldurshópinn 16-30 ára. Hitt Húsið á aðild að hátíðinni List án landamæra.
Kvöldstarf: Á fimmtudagskvöldum frá kl. 17.00 – 21.00 er opið kvöldstarf fyrir aldurshópinn 16 – 30 ára. Fjölbreytt dagskrá er í boði hverju sinni sem er skipulögð af ungmennum og starfsmönnum.
Leiga á aðstöðu: Ungt fólk á aldrinum 16-25 ára getur nýtt sér aðstöðu Hins hússins fyrir eigin hugmyndir og verkefni.
Upplýsingamiðstöð: Í Upplýsingamiðstöð Hins Hússins getur hver sem er á aldrinum 16–25 ára komið og fengið aðstoð starfsfólks við að koma hugmynd sinni í framkvæmd og nýtt sér fjölbreytta aðstöðu Hins Hússins.
Til dæmi ser hægt að:
- Taka upp og spila tónlist í fullbúnu hljóðveri
- Klippa og vinna video í videoklippi aðstöðu
- Halda fundi, ráðstefnur og tónleika
- Æfa dans eða leikverk svo að eitthvað sé nefnt
Fullbúið hljóðkerfi, fjarfundabúnaður og stórir skjáir eru meðal annarra tóla og tækja á staðnum. Svo er líka hægt að koma og að fara í borðtennis, pool, spila playstation eða spila borðspil.