Klúbburinn Geysir
Í hnotskurn
Þjónusta
Félagsstarf ♥ Jafningjafræðsla ♥ Starfsþjálfun ♥ Stuðningur
Fyrir hverja?
Klúbburinn Geysir býður velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði.
Það er gert með því að:
- Vera öruggur samastaður
- Hafa fjölbreytt verkefni á vinnumiðuðum degi
- Efla sjálfstraust með því að taka tillit til styrkleika, áhuga og getu hvers og eins hverju sinni
- Veita stuðning í námi og atvinnuleit
- Bjóða tímabundin atvinnutækifæri
Hvert er markmiðið?
Félagar og starfsfólk klúbbsins ber sameiginlega ábyrgð á rekstrinum.
Klúbburinn byggir starfsemi sína á skipulögðum vinnudegi. Öll starfsemin er eingöngu í þágu klúbbsins og félaga hans. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi.
Störf innan hússins eru unninn í eftirfarandi deildum: Eldhús- og viðhaldsdeild, skrifstofu og atvinnu-og menntadeild. Öll vinna félaga innan klúbbsins er unnin í sjálfboðavinnu.
Deildarfundir
Deildarfundir eru haldnir í hverri deild tvisvar á dag, kl. 09.15 og 13.15. Á deildarfundum er farið yfir stöðu verkefna og félagar velja sér störf sem liggja fyrir og þeir hafa áhuga á að inna af hendi.
Klúbburinn býður m.a. upp á:
- atvinnutækifæri
- ráðningu til reynslu
- atvinnu með stuðningi og sjálfstæða ráðningu
Nánari upplýsingar
Klúbburinn Geysir er vottað klúbbhús af Clubhouse International
Klúbbhúsahreyfingin hófst í New York árið 1948 er lítill hópur sjúklinga sem útskrifaðir voru frá stórum ríkisspítala, ákvað að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika sem hrjáir marga geðsjúklinga. Þegar fjöldi þeirra jókst varð sífellt erfiðara að hittast á kaffihúsum eða bókasöfnum, svo þeir tryggðu sér fjármagn fyrir húsnæði og einum starfsmanni árið 1948. Í bakgarðinum var gosbrunnur og því var klúbburinn skírður Fountain House. Velgengni klúbbsins vakti mikla athygli og fór hann að verða fyrirmynd annarra samtaka innan Bandaríkjanna.
- Fólk gengur í klúbbinn af frjálsum vilja og félagsaðild er ekki háð neinum tímamörkum.
- Klúbburinn annast skráningu nýrra félaga. Félagsaðild er opin öllum sem eiga að baki eða eiga við geðsjúkdóm að stríða.
- Félagar ráða hvernig þeir nýta sér starfsemi klúbbsins og með hvaða starfsfólki þeir vinna. Það er ekkert samkomulag, áætlanir eða reglur sem knýja fram þátttöku félaga.
- Allir félagar hafa jafnan aðgang að starfsemi klúbbsins án tillits til sjúkdómsgreiningar eða starfshæfni.
- Félögum er heimilt að taka þátt í allri skýrslugerð varðandi þátttöku þeirra í klúbbnum. Allar slíkar skýrslur eiga að vera undirritaðar af félaga og starfsmanni.
- Félagar eiga rétt á að koma aftur í klúbbinn eftir fjarveru, óháð því hve lengi þeir hafa verið frá.
Engin félagsgjöld eru í klúbbnum