Vinnumálastofnun - ráðgjöf og stuðningur við atvinnuleit
Í hnotskurn
Þjónusta
Ráðgjöf ♥ Stuðningur ♥ Þjálfun
Fyrir hverja?
Þjónustan er fyrir einstaklinga í atvinnuleit.
Hvert er markmiðið?
Markmiðið er að veita fólki í atvinnuleit ráðgjöf og stuðning við atvinnuleit.
Nánari upplýsingar
Ráðgjöf og stuðningur við atvinnuleit
- Að gera ferilskrá
- Leiðbeiningar varðandi atvinnuleit og atvinnuviðtal
- Vera milliliður í ráðningarferli, ef þörf er á
- Samskipti við fyrirtæki og atvinnurekendur
- Vísun í önnur virkniúrræði samhliða atvinnuleit
- Kynna vinnusamning öryrkja þegar við á
Vinnusamningur Vinnumálastofnunar:
Vinnusamningum er ætlað að gera einstaklingum kleift að ráða sig til vinnu og/eða þjálfunar til starfa. Til að hafa möguleika á að fara á vinnusamning þarf einstaklingurinn að fá einhverjar greiðslur frá Tryggingarstofnun Ríkisins, svo sem örorkulífeyri, örorkustyrk eða endurhæfingalífeyri. Miðað er við að einstaklingur hafi skerta starfsgetu og hafi ekki verulegar aðrar tekjur en greiðslur frá Tryggingastofnun.
Hvernig ber maður sig að?
Best er að panta tíma hjá ráðgjafa Vinnumálastofnunar.
Í gegnum umsjónaraðila er gerður samningur milli Vinnumálastofnunar og atvinnurekanda á almennum vinnumarkaði. Vinnumálastofnun endurgreiðir atvinnurekanda hlutfall af launakostnaði og launatengdum gjöldum. Hlutfallið sem Vinnumálastofnun greiðir fyrstu tvö árin eru 75% en greiðslan lækkar svo um 10% með 12 mánaða millibili þar til lágmarks endurgreiðsluhlutfalli er náð, en það er 25%. Endurgreiðslan fer aldrei undir 25% en það þarf að sækja um það árlega að halda því hlutfalli áfram. Vinnumálastofnun endurgreiðir atvinnurekanda mánaðarlega hlutfall af launum starfsmannsins gegn því að fá sent afrit launaseðla.
Hægt er að gera tímabundinn vinnusamning en lágmarkstími er 3 mánuðir en þegar um námsmenn er að ræða er möguleiki á að gera styttri samninga (t.d. vegna sumarstarfs).
Vinnusamning má gera bæði um fullt starf og hlutastarf, til dæmis um vinnu hálfan daginn en starfsmaður getur einungis gert samning við einn atvinnurekanda í senn. Starfshlutfall má vera að hámarki 100%. Gerður er samningur um kaup og kjör sem skal vera sá sami og er gildandi á hverjum tíma milli launþega og atvinnurekanda. Vinnumálastofnun tekur ekki þátt í greiðslu yfirvinnu, álagsgreiðslum eða bónusgreiðslum, nema í undantekningartilvikum en þá er sérstaklega samið um það. Í samningi skal tilgreindur vinnustaður og þau störf sem starfsmanni er ætlað að leysa af hendi. Skerðing bóta á starfstímabili fer eftir almennum ákvæðum um skerðingu bótagreiðslna á hverjum tíma samkvæmt tekjum.
Einstaklingur sem er kominn með vinnu getur haft samband við Vinnumálastofnun til að komast á vinnusamning ef hann óskar þess en endurgreiðslan er ekki afturvirk.