Plastiðjan Bjarg Iðjulundur
Í hnotskurn
Þjónusta
Hæfing ♥ Starfsþjálfun ♥ Stuðningur
Fyrir hverja?
Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur (PBI) er vinnustaður fyrir fólk sem vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum er með skerta starfsgetu
Hvert er markmiðið?
Markmiðin eru:
- Að skapa gott vinnuumhverfi og störf við hæfi þeirra sem eru í vinnu á PBI.
- Að auka vinnuhæfni fatlaðra og langtíma atvinnulausra í starfsþjálfun og starfsendurhæfingu.
- Að efla þátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði.
Nánari upplýsingar
Á Plastiðjunni Bjarg Iðjulundi fær fjölbreyttur hópur starfsfólks með ólíkar áskoranir tækifæri til að vera virkur þátttakandi í íslensku atvinnulífi. PBI er vinnustaður og starfsþjálfunarstaður sem hefur það markmið að þjálfa fólk til starfa og meta möguleika þeirra til vinnu á almennum vinnumarkaði.
Helstu verkefni:
Helstu verkefni vinnustaðarins er starfsþjálfun, undirbúningur fyrir það að snúa aftur á vinnumarkaðinn og að skapa vinnutækifæri fyrir þá sem eru með skerta starfsgetu af ýmsum ástæðum.
Verkefni í vinnu eru fyrst og fremst ýmis iðnaðarframleiðsla. Má þar nefna framleiðslu á raflagnaefni, kertum, skiltum, búfjármerkjum og textílvörum.