Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Plastiðjan Bjarg Iðjulundur

Í hnotskurn

Staðsetning: Akureyri
Aldursflokkur: Fullorðnir
Opnunartími: Mánud - fimmtudaga: 8:00 - 16:00, Föstudagar: 8:00 - 12:00

Þjónusta

Hæfing ♥ Starfsþjálfun ♥ Stuðningur

Fyrir hverja?

Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur (PBI) er vinnustaður fyrir fólk sem vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum er með skerta starfsgetu

Hvert er markmiðið?

Markmiðin eru:

  • Að skapa gott vinnuumhverfi og störf við hæfi þeirra sem eru í vinnu á PBI.
  • Að auka vinnuhæfni fatlaðra og langtíma atvinnulausra í starfsþjálfun og starfsendurhæfingu.
  • Að efla þátttöku fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði.

Nánari upplýsingar

Á Plastiðjunni Bjarg Iðjulundi fær fjölbreyttur hópur starfsfólks með ólíkar áskoranir tækifæri til að vera virkur þátttakandi í íslensku atvinnulífi. PBI er vinnustaður og starfsþjálfunarstaður sem hefur það markmið að þjálfa fólk til starfa og meta möguleika þeirra til vinnu á almennum vinnumarkaði.

Helstu verkefni:

Helstu verkefni vinnustaðarins er starfsþjálfun, undirbúningur fyrir það að snúa aftur á vinnumarkaðinn og að skapa vinnutækifæri fyrir þá sem eru með skerta starfsgetu af ýmsum ástæðum.

Verkefni í vinnu eru fyrst og fremst ýmis iðnaðarframleiðsla. Má þar nefna framleiðslu á raflagnaefni, kertum, skiltum, búfjármerkjum og textílvörum.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði