Ylfa - nærþjónusta og ráðgjöf
Í hnotskurn
Þjónusta
Fjölskyldustuðningur ♥ Stuðningur
Fyrir hverja?
Þjónustan er fyrir fólk með fötlun og fjölskyldur þeirra.
Hvert er markmiðið?
Að veita faglega ráðgjöf er varðar:
- Foreldrafærni
- Uppeldi
- Hegðun og atferli
- Heimilishald og skipulag
- Sjónrænt skipulag og styrkjakerfi
- Athafnir daglegs lífs (ADL)
Nánari upplýsingar
YLFA veitir faglega þjónustu á sviði félags- og heilbrigðismála fyrir einstaklinga, fjölskyldur og stofnanir. Þjónusta YLFU fer alla jafna fram á heimilum.
Leiðarljós fyrirtækisins er “YLFA” sem stendur fyrir þeirri þjónustu sem fyrirtækið leggur metnað í að veita. YLFA stendur fyrir:
- Yfirsýn, markmiðið að bjóða upp á ráðgjöf til að aðstoða aðstandendur að hafa yfirsýn yfir markmið og leiðir sem fylgir því að eiga aðstanda með þroskafrávik.
- Lífsgæði, markmiðið að efla og bæta lífsgæði fólks með þroskafrávik og fjölskyldur þeirra.
- Fagmennska, markmiðið að veita faglega og einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu sem byggir á virðingu og trausti.
- Aðstoð, markmiðið að veita sveigjanlega, áreiðanlega og lausnarmiðaða nærþjónustu.
Fagfólk Ylfu:
- Leiðbeinir og kennir aðferðir sem stuðlar að jákvæðri hegðun og árangursríkum samskiptum.
- Leiðbeinir um aga í samræmi við aldur og þroska barns .
- Leiðbeinir um mikilvægi samkvæmni í uppeldi.
- Leiðbeinir um heimilishald og skipulag.
- Fagfólk YLFU er í samvinnu við skóla, frístund, stofnanir og vinnustaði sé þess óskað til þess að tryggja samfellu og samræma leiðir og aðferðir á milli heimilis og stofnana.
- Aðstoðar við athafnir daglegs lífs.