Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Ylfa - nærþjónusta og ráðgjöf

Í hnotskurn

Staðsetning: Allt landið
Aldursflokkur: Allur aldurshópur

Þjónusta

Fjölskyldustuðningur ♥ Stuðningur

Fyrir hverja?

Þjónustan er fyrir fólk með fötlun og fjölskyldur þeirra.

Hvert er markmiðið?

Að veita faglega ráðgjöf er varðar:

  • Foreldrafærni
  • Uppeldi
  • Hegðun og atferli
  • Heimilishald og skipulag
  • Sjónrænt skipulag og styrkjakerfi
  • Athafnir daglegs lífs (ADL)

Nánari upplýsingar

YLFA veitir faglega þjónustu á sviði félags- og heilbrigðismála fyrir einstaklinga, fjölskyldur og stofnanir. Þjónusta YLFU fer alla jafna fram á heimilum.

Leiðarljós fyrirtækisins er “YLFA” sem stendur fyrir þeirri þjónustu sem fyrirtækið leggur metnað í að veita. YLFA stendur fyrir:

  • Yfirsýn, markmiðið að bjóða upp á ráðgjöf til að aðstoða aðstandendur að hafa yfirsýn yfir markmið og leiðir sem fylgir því að eiga aðstanda með þroskafrávik.
  • Lífsgæði, markmiðið að efla og bæta lífsgæði fólks með þroskafrávik og fjölskyldur þeirra.
  • Fagmennska, markmiðið að veita faglega og einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu sem byggir á virðingu og trausti.
  • Aðstoð, markmiðið að veita sveigjanlega, áreiðanlega og lausnarmiðaða nærþjónustu.

Fagfólk Ylfu:

  • Leiðbeinir og kennir aðferðir sem stuðlar að jákvæðri hegðun og árangursríkum samskiptum.
  • Leiðbeinir um aga í samræmi við aldur og þroska barns .
  • Leiðbeinir um mikilvægi samkvæmni í uppeldi.
  • Leiðbeinir um heimilishald og skipulag.
  • Fagfólk YLFU er í samvinnu við skóla, frístund, stofnanir og vinnustaði sé þess óskað til þess að tryggja samfellu og samræma leiðir og aðferðir á milli heimilis og stofnana.
  • Aðstoðar við athafnir daglegs lífs.
Ylfa
Netfang: ylfa@ylfa.is
Heimasíða: ylfa.is
Símanúmer: 849 3985
Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði