Skógarlundur miðstöð virkni og hæfingar
Í hnotskurn
Þjónusta
Handverkshópur ♥ Hreyfing ♥ Skapandi starf ♥ Tjáskipti ♥ Tölvur og tækni ♥ Vinnustofur
Fyrir hverja?
Í Skógarlundi er fólki á aldrinum 20 til 70 ára og eru með langvarandi stuðningsþarfir boðin þjónusta í formi virkni og hæfingar, umönnunar og afþreyingar.
Hvert er markmiðið?
Markmið Skógarlundar eru m.a. eftirfarandi:
- Að einstaklingur upplifi vellíðan og öryggi.
- Að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstaklingsins.
- Að viðhalda og auka þá færni sem einstaklingur hefur náð.
- Að efla frumkvæði einstaklings.
- Að einstaklingur sé í virkni meginhluta þjónustutíma hvers dags.
- Að einstaklingar nái það mikilli færni, vinnulegri og félagslegri að þeir geti útskrifist í
starfsþjálfun. - Að á hvorri deild/einingu starfi a.m.k. fjórir þroskaþjálfar og/eða háskólamenntaðir
starfsmenn með menntun sem nýtist í starfi.
Nánari upplýsingar
Í Skógarlundi er fólki með stuðningsþarfir boðin þjónusta í formi virkni og hæfingar. Þjónustan fer fram ýmist fyrir eða eftir hádegi. Í Skógarlundi eru níu starfsstöðvar og allir sem koma í þjónustu fara á tvær starfsstöðvar á dag. Starfsstöðvarnar eru: Skapandi starf, vinnuþjálfun, gagnaeyðing, hreyfing, smíðar og handverk, tölvur og rofar, skynörvun, reynsluboltar og tjáskipti. Allir taka þátt í starfi á öllum starfsstöðvum.
Daglegt skipulag í Skógarlundi er sett upp með myndrænum hætti fyrir alla sem þurfa. Það sýnir athafnir dagsins og í hvaða röð þær eru.
Verkefnin á starfsstöðvunum eru fjölbreytt og þjónustan breytileg eftir þörfum og óskum þeirra einstaklinga sem verið er að þjónusta. Þjónustan getur verið að veita minniháttar aðstoð eða leiðbeiningar við þau verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni, en einnig getur þjónustan falið í sér að aðstoða mikið fatlaða einstaklinga við allar athafnir daglegs lífs og finna leiðir til að einstaklingurinn geti verið virkur þátttakandi.