Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Hugræn atferlismeðferð - meðferðarbók á netinu

Í hnotskurn

Þarf tilvísun? Nei
Staðsetning: Allt landið
Aldursflokkur: Allur aldurshópur
Er úrræðið niðurgreitt?

Þjónusta

Hugræn atferlismeðferð

Hvert er markmiðið?

Nánari upplýsingar

Hugræn atferlismeðferð (HAM) hefur náð mikilli útbreiðslu undanfarin ár í tengslum við ýmsan heilsuvanda, en þó einkum þunglyndi og kvíða. Rannsóknir sýna að HAM er gagnleg aðferð til að ná og viðhalda bata í þunglyndi.

Í dag eru margir þeirrar skoðunar að fyrsta hjálp við sálrænum vanda felist í sjálfshjálp. Margar sjálfshjálparbækur hafa komið fram, en undanfarið hefur í auknum mæli verið boðið upp á hugræna atferlismeðferð þar sem nýtt er tækni veraldarvefsins. Þetta hefur skilað árangri sem gefur fyrirheit um enn frekari útbreiðslu þessarar nálgunar.

Bókin er í 12 köflum og spannar víðan völl. Fjallað er um aðferðir til að takast á við vandann og tilfinningar. Fimm þátta líkanið er kynnt en það sýnir hvernig hugsanir, tilfinningar og hegðun hefur áhrif hvort á annað og breytingar á einum þætti eða öðrum hefur áhrif á hina þættina. Skilningur á samverkandi áhrifum þessara þátta getur hjálpað við að skilja vandamál og aðstæður og hvernig hægt er að bregðast við.

Meðferðarhandbók HAM er öllum aðgengileg á heimasíðu Reykjalundar en þar má nálgast má texta bókarinnar og verkefni, bæði á ritformi og á hljóðskrám, sem gerir hana aðgengilega fyrir mun fleiri en áður m.a. þá sem eiga við lesblindu að stríða.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði