Hugræn atferlismeðferð - meðferðarbók á netinu
Í hnotskurn
Þjónusta
Hugræn atferlismeðferð
Hvert er markmiðið?
Nánari upplýsingar
Hugræn atferlismeðferð (HAM) hefur náð mikilli útbreiðslu undanfarin ár í tengslum við ýmsan heilsuvanda, en þó einkum þunglyndi og kvíða. Rannsóknir sýna að HAM er gagnleg aðferð til að ná og viðhalda bata í þunglyndi.
Í dag eru margir þeirrar skoðunar að fyrsta hjálp við sálrænum vanda felist í sjálfshjálp. Margar sjálfshjálparbækur hafa komið fram, en undanfarið hefur í auknum mæli verið boðið upp á hugræna atferlismeðferð þar sem nýtt er tækni veraldarvefsins. Þetta hefur skilað árangri sem gefur fyrirheit um enn frekari útbreiðslu þessarar nálgunar.
Bókin er í 12 köflum og spannar víðan völl. Fjallað er um aðferðir til að takast á við vandann og tilfinningar. Fimm þátta líkanið er kynnt en það sýnir hvernig hugsanir, tilfinningar og hegðun hefur áhrif hvort á annað og breytingar á einum þætti eða öðrum hefur áhrif á hina þættina. Skilningur á samverkandi áhrifum þessara þátta getur hjálpað við að skilja vandamál og aðstæður og hvernig hægt er að bregðast við.
Meðferðarhandbók HAM er öllum aðgengileg á heimasíðu Reykjalundar en þar má nálgast má texta bókarinnar og verkefni, bæði á ritformi og á hljóðskrám, sem gerir hana aðgengilega fyrir mun fleiri en áður m.a. þá sem eiga við lesblindu að stríða.
Þú getur notað allt efni vefsins þér að kostnaðarlausu á Reykjalundur.is
- Árangursmat hugrænnar atferlismeðferðar í hópi við félagsfælni og lágu sjálfsmati
- Hugræn atferlismeðferð meðal ungra og miðaldra einstaklinga með geðrænar áskoranir Fræðileg samantek
- Gagnsemi hugrænnar atferlismeðferðar við lyndis- og kvíðaröskunum hjá fullorðnum
- Að ná tökum á kvíðanum - Reynsla kvenna með andlega vanlíðan af HAM sem veitt er á heilsugæslu