Hreyfiseðill
Í hnotskurn
Þjónusta
Hreyfing
Fyrir hverja?
Hreyfiseðill er fyrir þá einstaklinga sem eru að glíma við sjúkdóma þar sem hreyfing ætti að vera hluti af meðferð svo sem:
- Offita
- Sykursýki 2
- Þunglyndi, kvíði og depurð
- Hækkaður blóðþrýstingur
- Langvinnir verkir
- Hjarta- og lungnasjúkdómar
- Hækkuð blóðfita
- Beinþynning
Hvert er markmiðið?
Nánari upplýsingar
Hreyfiseðillinn er meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif á.
Heilbrigðisstarfsmaður getur boðið þér hreyfiseðil ef hann telur að hreyfing ætti að vera hluti af meðferð við þínum sjúkdómi. Hann vísar þér til hreyfistjóra sem er sjúkraþjálfari með aðsetur á heilsugæslunni þinni. Þú hittir hreyfistjórann í einu viðtali þar sem:
- Möguleikar og geta til hreyfingar eru ræddir og metnir í sameiningu.
- Framkvæmt er 6 mínútna göngupróf.
- Farið er yfir leiðbeiningar um hvernig skráningu á hreyfingu er háttað.
- Sett markmið og útbúin hreyfiáætlun, yfirleitt til þriggja eða sex mánaða. Hreyfiáætlunin byggir á áhuga þínum og getu og ráðleggingum um magn og ákefð hreyfingar sem meðferð við einkennum þínum og/eða sjúkdómi.
Þú skráir hreyfingu þína rafrænt og getur þannig fylgst með hvernig þér gengur miðað við markmiðin sem sett voru. Hreyfistjórinn fylgist einnig með framvindu og gangi mála, veitir aðhald og hvatingu með símtölum og tölvupóstum. Við lok meðferðar tekur hreyfistjóri saman greinagerð og kemur til annarra meðferðaraðila sem meta árangur meðferðarinnar.
Hver ávísun hreyfiseðils getur varað í allt að eitt ár.
Þú getur pantað tíma hjá heilbrigðisstarfsmanni á heilsugæslunni þinni ef þú heldur að hreyfiseðill gæti gagnast þér.
Þú getur pantað tíma hjá heilbrigðisstarfsmanni á heilsugæslunni þinni ef þú heldur að hreyfiseðill gæti gagnast þér.