Kvíðameðferðarstöðin
Í hnotskurn
Þjónusta
ADHD greining ♥ Einstaklingsmeðferð ♥ Fjarmeðferð ♥ Greining ♥ Hópameðferð ♥ Hugræn atferlismeðferð ♥ Taugasálfræðilegt mat ♥ Greindarpróf
Fyrir hverja?
Kvíðameðferðarstöðin er fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna kvíða og skyldra vandkvæða fyrir fullorðna.
Hvert er markmiðið?
Markmið Kvíðameðferðarstöðvarinnar er að efla aðgengi fullorðinna að eins árangursríkri sálfræðimeðferð við kvíða og völ er og stuðla að framþróun rannsókna á sviði kvíðaraskana.
Nánari upplýsingar
Kvíðameðferðarstöðin er sérhæfð meðferðarstöð þar sem áhersla er lögð á bestu meðferð sem völ er á við kvíða og skyldum vandkvæðum fyrir fullorðna. Langoftast er hugræn atferlismeðferð sú meðferð sem veitt er enda er mælt með því meðferðarformi við öllum kvíðaröskunum af breskum heilbrigðisyfirvöldum. Meðferðin er ýmist veitt í einstaklingsviðtölum eða hópmeðferð eftir því sem við á.
Kvíðameðferðarstöðin er í samstarfi við sálfræðideild Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík með tilliti til rannsókna og þjálfunar sálfræðinema en nokkrir sálfræðinemar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík hljóta þjálfun sína árlega við Kvíðameðferðarstöðina.
Árangur þeirrar meðferðar sem fer fram við Kvíðameðferðarstöðina er mældur þannig að unnt sé að fylgjast með meðferðarárangri.
Hægt er að panta viðtal í gegnum heimasíðuna
- Samstöðin: Orðið vandamál ef fólk er að gá að hlutum í meira en klukkutíma á dag
- Vísir: Kvíðanum viðhaldið með því að forðast óvissuaðstæður
- Mbl: Kvíði er tilfinning ekki sjúkdómur
- Vísir: Lotumeðferð við kvíða - framtíðin í kvíðameðferð?
- Kvíðakastið [Hlaðvarp]: Hvað er grufl?
- Læknablaðið: Heilsukvíði - aukin þekking og meðferðarmöguleikar