Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Reykjalundur geðheilsuteymi

Í hnotskurn

Þarf tilvísun?
Staðsetning: Allt landið, Mosfellsbær
Aldursflokkur: Fullorðnir
Tilvísun frá hverjum? Lækni
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Ágætt, fólk kemst flest án aðstoðar
Opnunartími: Meðferð fer fram milli 8 og 16 alla vira daga.

Þjónusta

Einstaklingsmeðferð ♥ Félagsráðgjöf ♥ Fræðsla ♥ Göngur ♥ Hópameðferð ♥ Hugræn atferlismeðferð ♥ Hjúkrun ♥ Iðjuþjálfun ♥ Jafnvægi í daglegu lífi ♥ Leikfimihópar ♥ Lífsstílsráðgjöf ♥ Líkamsrækt ♥ Læknismeðferð ♥ Núvitund ♥ Sálfræðiþjónusta ♥ Sjálfsstyrking ♥ Sjúkraþjálfun ♥ Slökun ♥ Skapandi starf ♥ Svefnfræðsla ♥ Vatnsleikfimi

Fyrir hverja?

Hjá geðheilsuteymi fer fram endurhæfing vegna þunglyndis, kvíða og fleiri andlegra erfiðleika. Margir eiga að baki erfiðan uppvöxt, hafa orðið fyrir áföllum og verið undir langvarandi álagi. Oft er því um fjölþættan vanda að ræða, þ.e. líkamlegan, andlegan og félagslegan.

Hvert er markmiðið?

Endurhæfing á geðheilsusviði Reykjalundar miðar að því að styðja einstaklinga í að finna leiðir til að lifa með sínum áskorunum, bæta lífsgæði og auka virkni í daglegu lífi. Unnið er með andlega, líkamlega og félagslega þætti eftir því sem við á. Endurhæfingin byggist á samvinnu margra fagstétta og er sniðin að þörfum hvers og eins. Því er meðferðin talsvert mismunandi milli einstaklinga. Mikilvægt er að viðkomandi geti tekið virkan þátt í endurhæfingunni.

Nánari upplýsingar

Umsókn um meðferð þarf að koma frá lækni. Ef beiðni er samþykkt þá er viðkomandi boðaður í matsviðtal og/eða endurhæfingarmat þar sem lagt er mat á heilsu, færni og áhugahvöt einstaklingsins og hvort þörf er á áframhaldandi endurhæfingu á geðsviði sem að öllu jöfnu stendur yfir í 4-6 vikur.

Við innskrift verður til þverfaglegt teymi kringum einstaklinginn, í því eru alltaf læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi og oft heilsuþjálfari, sálfræðingur eða félagsráðgjafi. Einnig er hægt að leita til næringarráðgjafa, taugasálfræðings og talmeinafræðings þegar þörf krefur.

Eftir útskrift stendur viðkomandi til boða að koma í  1 -2 eftirfylgdarviðtöl á göngudeild Reykjalundar.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði