Móttaka ungs fólks
Í hnotskurn
Þjónusta
Ráðgjöf ♥ Stuðningur
Fyrir hverja?
Í móttöku ungs fólks er reynt er að sinna þörfum þeirra sem eiga við tilfinningaleg vandamál að stríða, kvíða, depurð, áfengis- og vímuefnavandamál, einelti, kynsjúkdóma eða vilja ræða getnaðarvarnir og kynlífsvandamál.
Móttakan er ætluð til að mæta þörfum þeirra sem ekki hafa talið sig geta nýtt þjónustu heilsugæslustöðvarinnar með hefðbundnum hætti vegna opnunartíma og fyrirhafnar við að panta tíma.
Hvert er markmiðið?
Markmið með móttöku ungs fólks er að vinna að bættum lífsgæðum og aðstæðum unglinga og ungs fólks með því að:
-
hvetja með fræðslu til bættrar sjálfsmyndar, sjálfsöryggis og stuðla að jákvæðu félagsumhverfi unglinga,
-
draga úr ótímabærum þungunum ungra kvenna með því að gera getnaðarvarnir aðgengilegri ásamt fræðslu um siðfræði kynlífs og barneigna,
-
draga úr afleiðingum kynsjúkdóma s.s. ófrjósemi,
-
bæta geðheilbrigði með aukinni þjónustu til þeirra sem eiga við tilfinningaleg vandamál að stríða, kvíða, depurð og einelti,
-
draga úr veipi, reykingum og áfengis-og vímuefnaneyslu ungs fólks
-
ungt fólk og unglingar þekki og nýti sér aðgengi heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Vinsamlegast bókið tíma í síma 432 4600, alla virka daga frá kl. 8:10-15:50.