Janus endurhæfing
Í hnotskurn
Þjónusta
ADHD greining ♥ Díalektískri atferlismeðferð ♥ Einstaklingsmeðferð ♥ Félagsráðgjöf ♥ Fjölskylduráðgjöf ♥ Fræðsla ♥ Göngur ♥ Handverkshópur ♥ Hláturjóga ♥ Hópameðferð ♥ Hugræn atferlismeðferð ♥ Iðjuþjálfun ♥ Jóga ♥ Listasmiðjur ♥ Líkamsrækt ♥ Læknismeðferð ♥ Námserfiðleikar ♥ Námskeið ♥ Núvitund ♥ Næringarráðgjöf ♥ Píla ♥ Sálfræðiþjónusta ♥ Sjálfsstyrking ♥ Sjósund ♥ Sjúkraþjálfun ♥ Slökun ♥ Spilamennska ♥ Tómstundir & áhugamál ♥ Útivist ♥ Vinnustofur
Fyrir hverja?
Fólk á aldrinum 18-30 ára
Einstaklinga utan vinnumarkaðar
Fólk með fjölþættan heilsuvanda
Hvert er markmiðið?
Nánari upplýsingar
Hjá Janusi endurhæfingu fer fram fjölbreytt starfs- og atvinnuendurhæfing. Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk við að komast á vinnumarkaðinn og/eða í nám, fyrirbyggja varanlega örorku og bæta lífsgæði.
Hjá Janusi endurhæfingu starfa á þriðja tug sérfræðinga fyrir utan aðra utanaðkomandi.
Endurhæfingin fer fram í húsnæði Janusar endurhæfingar, hjá ýmsum samstarfsaðilum Janusar endurhæfingar auk starfsþjálfunar á vinnumarkaðnum og í hinum ýmsu skólum.
Janus endurhæfing er í samvinnu við marga aðila og stofnanir. Má sem dæmi nefna; Heilsugæsluna, Virk starfsendurhæfingarsjóð, Landspítalann, Tækniskólann – skóla atvinnulífsins, World Class og Umboðsmann skuldara.