Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Janus endurhæfing

Í hnotskurn

Þarf tilvísun?
Staðsetning: Reykjavík
Aldursflokkur: Fullorðnir, Ungmenni
Tilvísun frá hverjum? Félagsþjónusta, Lækni, Geðheilsuteymi heilsugæslunnar, Geðdeild Landspítalans
Er úrræðið niðurgreitt?
Opnunartími: Opið mán. til fim. frá 8 til 16 og fös. frá 8 til 12

Þjónusta

ADHD greining ♥ Díalektískri atferlismeðferð ♥ Einstaklingsmeðferð ♥ Félagsráðgjöf ♥ Fjölskylduráðgjöf ♥ Fræðsla ♥ Göngur ♥ Handverkshópur ♥ Hláturjóga ♥ Hópameðferð ♥ Hugræn atferlismeðferð ♥ Iðjuþjálfun ♥ Jóga ♥ Listasmiðjur ♥ Líkamsrækt ♥ Læknismeðferð ♥ Námserfiðleikar ♥ Námskeið ♥ Núvitund ♥ Næringarráðgjöf ♥ Píla ♥ Sálfræðiþjónusta ♥ Sjálfsstyrking ♥ Sjósund ♥ Sjúkraþjálfun ♥ Slökun ♥ Spilamennska ♥ Tómstundir & áhugamál ♥ Útivist ♥ Vinnustofur

Fyrir hverja?

Fólk á aldrinum 18-30 ára

Janus endurhæfing vinnur gegn og bætir starfrænar truflanir sem til eru komnar eftir sjúkdóma, slys og/eða áföll.

Einstaklinga utan vinnumarkaðar

Markmið starfseminnar er að aðstoða viðkomandi til að komast í nám og/eða á vinnumarkaðinn og fyrirbyggja varanlega örorku.

Fólk með fjölþættan heilsuvanda

Hjá Janusi endurhæfingu er breiður hópur fólks að hljóta fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu sem hentar þeirra þörfum.

Hvert er markmiðið?

Nánari upplýsingar

Hjá Janusi endurhæfingu fer fram fjölbreytt starfs- og atvinnuendurhæfing. Markmið starfseminnar er að aðstoða fólk við að komast á vinnumarkaðinn og/eða í nám,  fyrirbyggja varanlega örorku og bæta lífsgæði.

Í Janusi endurhæfingu er unnið í þverfaglegum teymum. Faglegu starfi Janusar endurhæfingar er stjórnað af heilbrigðisstarfsfólki. Að starfinu koma einnig aðrir sérfræðingar, innan og utan Janusar endurhæfingar, allt eftir þörfum hvers og eins þátttakanda.

Hjá Janusi endurhæfingu starfa á þriðja tug sérfræðinga fyrir utan aðra utanaðkomandi.

Endurhæfingin fer fram í húsnæði Janusar endurhæfingar, hjá ýmsum samstarfsaðilum Janusar endurhæfingar auk starfsþjálfunar á vinnumarkaðnum og í hinum ýmsu skólum.

Janus endurhæfing er í samvinnu við marga aðila og stofnanir. Má sem dæmi nefna; Heilsugæsluna, Virk starfsendurhæfingarsjóð, Landspítalann, Tækniskólann – skóla atvinnulífsins, World Class og Umboðsmann skuldara.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði