Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Grófin geðverndarstöð

Í hnotskurn

Þarf tilvísun? Nei
Efnisflokkur: Geðheilsa
Staðsetning: Akureyri, Norðurland
Aldursflokkur: Fullorðnir
Er úrræðið niðurgreitt?
Opnunartími: Opnunartímar í Grófinni Mán-fim: 10:00 - 16:00 og föstudagar: 10:00 - 15:00

Þjónusta

Fræðsla ♥ Jafningjafræðsla ♥ Klúbbastarf ♥ Kvikmyndahópur ♥ Líkamsrækt ♥ Markmiðavinna ♥ Námskeið ♥ Samvera ♥ Sjálfsstyrking ♥ Sjálfsumhyggja ♥ Skapandi starf ♥ Spilamennska ♥ Stuðningur ♥ Söngur ♥ Virkni

Fyrir hverja?

Grófin geðrækt er fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á öllum stigum bataferlisins sem vilja bæta heilsuna með geðrækt og batavinnu gegnum hópastarf á jafningjagrundvelli.

Hvert er markmiðið?

Markmið Grófarinnar er meðal annars að skapa tækifæri fyrir þau sem glíma við andlega erfiðleika til að vinna í sínum bata á eigin forsendum og á eigin ábyrgð, sem og að skapa vettvang fyrir öll þau sem vilja vinna að geðrækt á jafningjagrunni, hvort sem þeir eru notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, fagaðilar, aðstandendur eða einfaldlega áhugafólk um framfarir í geðheilbrigðismálum! Auk þess leitumst við eftir því að bæta lífsgæði þátttakenda og að standa að samfélagsfræðslu og forvörnum til að auka skilning og draga úr fordómum gagnvart þeim sem glíma við geðraskanir. Einnig viljum við stuðla að bættri nálgun í geðheilbrigðiskerfinu þar sem hugmyndir valdeflingar um notendasýn og bataferli á jafningjagrunni fái aukið jafnvægi.

 

Markmið Grófarinnar eru fjögur:

  1. Tækifæri: Við viljum veita fólki tækifæri á hlutverkum til sjálfseflingar, aukinnar virkni og bættra lífsgæða.
  2. Forvarnir: Við leggjum upp úr því að draga úr fordómum og vinna að forvörnum.
  3. Þekking: Við miðlum þekkingu og reynslu af bata og bataferli til geðræktar.
  4. Samvinna: Við viljum efla samvinnu við aðila sem vinna að geðheilbrigðismálum.
Grófin geðrækt Hafnarstræti 95 Akureyri
Heimilisfang: Hafnarstræti 95, 4 hæð 600, Akureyri
Símanúmer: 462-3400

Grófin geðrækt er gjaldfrjálst úrræði

Greinar og umfjöllun
Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði