Áfallateymi Landsspítalans
Í hnotskurn
Þarf tilvísun? Já
Aldursflokkur: Allur aldurshópur
Tilvísun frá hverjum? Heilbrigðisstarfsfólki, Fagaðilar innan Landspítala, Bráðamótttaka, Neyðarmóttaka Landspítala
Er úrræðið niðurgreitt? Já
Hvernig er aðgengið? Óvitað
Þjónusta
Áfallameðferð ♥ Greining ♥ Meðferð ♥ Sálrænn stuðningur
Fyrir hverja?
Þolendur sem nýlega hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, heimilisofbeldi eða líkamsárásum.
Hvert er markmiðið?
Áfallateymi Landspítala sinnir áfallahjálp, greiningu og meðferð áfallastreituröskunar
Nánari upplýsingar
Þjónustu áfallateymisins er skipt í annars vegar bráðaþjónustu og hins vegar meðferðarlínu.
- Í bráðaþjónustu er veitt aðstoð við að vinna úr afleiðingum nýrra áfalla. Það er þjónusta sem er fyrir þolendur sem nýlega hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, heimilisofbeldi eða líkamsárásum. Þjónustan er einstaklingsmiðuð en veitt er sú þjónusta sem þörf er á vegna afleiðinga þess áfalls sem leiddi til komu. Ávallt er byrjað á að veita áfallahjálp en veitt greining og meðferð ef þörf er á.
- Í meðferðarlínu er veitt þjónusta við skjólstæðinga sem eru með áfallastreituröskun og annan samhliða geðvanda eftir eldri áföll. Byrjað er á greiningarmati og veitt meðferð ef niðurstaðan er áfallastreituröskun.
Tilvísanir
Í bráðaþjónustu er tekið við tilvísunum frá fagaðilum innan Landspítala, einna helst frá bráðamóttöku og Neyðarmóttöku Landspítala.
Í meðferðarlínu er fagaðilum innan og utan Landspítala velkomið að vísa ef grunur er um að áfallastreituröskun sé meginvandi sjúklings og samsláttur er við annan geðvanda.
- Tilvísanir berist til inntökuteymis meðferðareiningar lyndisraskana og mikilvægt er að fram komi rökstuðningur með lýsingu á núverandi virkum einkennum áfallastreituröskunar og út frá hvaða áfalli einkennin eru
- Sjá nánar
Heimilisfang: Kleppsgörðum, 104 Reykjavík
Símanúmer: 543 4200
Þeir sem eru á biðlista eða eru komnir í meðferð í gegnum meðferðarlínu teymisins geta haft samband með því að senda fyrirspurn í gegnum Heilsuveru.
Greinar og umfjöllun