Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Grænahlíð fjölskyldumiðstöð

Í hnotskurn

Þarf tilvísun?
Aldursflokkur: Börn, Unglingar, Ungmenni
Tilvísun frá hverjum? Barnavernd, Fagaðilar innan grunnskóla, Fagaðilar innan leikskóla, Heilbrigðisstarfsfólki, Skólaþjónustu
Hvernig er aðgengið? Óvitað

Þjónusta

ACT ♥ EMDR ♥ Fjölskyldumiðuð vettvangsmeðferð ♥ Hópameðferð ♥ Hugræn atferlismeðferð ♥ Líkamsmiðuð sálræn meðferð ♥ Náttúrumeðferð ♥ Safe and sound protocol (SSP) ♥ Samkenndarmiðuð meðferð (CFT) ♥ Skynvitund, mat og/eða meðferð ♥ Tengslamiðuð fjölskyldu listmeðferð ♥ Tengslamiðuð fjölskyldumeðferð ♥ Öryggishringurinn (Circle of security)

Fyrir hverja?

Grænahlíð er sérhæft fjölskyldumiðað geðheilbrigðisúrræði fyrir börn og ungmenni á aldrinum 0 til 25 ára og fjölskyldur þeirra.

Hvert er markmiðið?

Fagfólk Grænuhlíðar veitir margvíslega meðferð og inngrip byggð á nýjustu þekkingu og rannsóknum varðandi áfallamiðaða nálgun og tengslaeflandi meðferð. Meðferðar nálgun okkar tekur mið af áhrifum áfalla og umhverfis á þroskaferil og heilaþroska barna. Áhersla er lögð á snemmtæk inngrip, þverfaglega- og þverstofnanalega samvinnu til að efla farsæld barna.

Nánari upplýsingar

Í Grænuhlíð starfar þverfaglegt teymi meðferðaraðila sem leitast við að veita fjölskyldum í heild og einstaklingum innan hennar sérhæfða og heildræna meðferð óháð aldri. Lögð er áhersla á áfallamiðaða nálgun og tengslaeflandi meðferð fremur en formlegar greiningar og lyfjagjöf þó slíkt geti verið hluti að stærri meðferðaráætlun.

Sérstaða Grænuhlíðar er sú að ekki er aðeins litið á barnið/ungmennið sem einstakling, heldur sem hluta af stærri fjölskyldueiningu og þess vegna teljum við mikilvægt að meðferðaraðilar barna og fullorðinna starfi saman undir sama þaki. Við teljum þessa nálgun mikilvæga í þágu farsældar barna og ungmenna.

Grænahlíð Sundagarðar 2
Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði