Grænahlíð fjölskyldumiðstöð
Í hnotskurn
Þjónusta
ACT ♥ EMDR ♥ Fjölskyldumiðuð vettvangsmeðferð ♥ Hópameðferð ♥ Hugræn atferlismeðferð ♥ Líkamsmiðuð sálræn meðferð ♥ Náttúrumeðferð ♥ Safe and sound protocol (SSP) ♥ Samkenndarmiðuð meðferð (CFT) ♥ Skynvitund, mat og/eða meðferð ♥ Tengslamiðuð fjölskyldu listmeðferð ♥ Tengslamiðuð fjölskyldumeðferð ♥ Öryggishringurinn (Circle of security)
Fyrir hverja?
Grænahlíð er sérhæft fjölskyldumiðað geðheilbrigðisúrræði fyrir börn og ungmenni á aldrinum 0 til 25 ára og fjölskyldur þeirra.
Hvert er markmiðið?
Fagfólk Grænuhlíðar veitir margvíslega meðferð og inngrip byggð á nýjustu þekkingu og rannsóknum varðandi áfallamiðaða nálgun og tengslaeflandi meðferð. Meðferðar nálgun okkar tekur mið af áhrifum áfalla og umhverfis á þroskaferil og heilaþroska barna. Áhersla er lögð á snemmtæk inngrip, þverfaglega- og þverstofnanalega samvinnu til að efla farsæld barna.
Nánari upplýsingar
Í Grænuhlíð starfar þverfaglegt teymi meðferðaraðila sem leitast við að veita fjölskyldum í heild og einstaklingum innan hennar sérhæfða og heildræna meðferð óháð aldri. Lögð er áhersla á áfallamiðaða nálgun og tengslaeflandi meðferð fremur en formlegar greiningar og lyfjagjöf þó slíkt geti verið hluti að stærri meðferðaráætlun.
Sérstaða Grænuhlíðar er sú að ekki er aðeins litið á barnið/ungmennið sem einstakling, heldur sem hluta af stærri fjölskyldueiningu og þess vegna teljum við mikilvægt að meðferðaraðilar barna og fullorðinna starfi saman undir sama þaki. Við teljum þessa nálgun mikilvæga í þágu farsældar barna og ungmenna.