Átröskunarteymi fullorðinna
Í hnotskurn
Þjónusta
Fjölskylduráðgjöf ♥ Iðjuþjálfun ♥ Læknismeðferð ♥ Næringarmeðferð ♥ Sálfræðiþjónusta
Hvert er markmiðið?
- Bæta næringarástand og koma á reglubundnu mataræði
- Takast á við tilfinningavanda, hugsanaskekkjur og óhjálpleg viðhorf sem tengjast mataræði og hugmyndum um líkama
- Auka innsæi/vilja sjúklings til að ná bata og öðlast heilbrigðari lífs- og fæðuvenjur
- Meðhöndla líkamlega og sálræna fylgikvilla
- Aðstoða sjúkling við að komast í, viðhalda og sætta sig við kjörþyngd
- Bæta sjálfstraust
- Bæta samskiptamynstur
Nánari upplýsingar
Átröskunarteymi Landspítala heyrir undir geðþjónustu og starfar á göngudeild. Í því starfa geðlæknir, hjúkrunarfræðingur, næringarfræðingur, sálfræðingar, verkefnastjóri, iðjuþjálfi, fjölskyldufræðingur og ráðgjafar. Tekið er við tilvísunum frá fagfólki.
Allir sem koma í meðferð í átröskunarteymi fara í ítarlegt greiningarviðtal. Í kjölfarið er meðferðarleið ákveðin út frá vanda hvers og eins. Skjólstæðingur fær úthlutað sínum meðferðaraðila sem hann fer í regluleg meðferðarviðtöl til, en hittir einnig aðra fagaðila eftir þörfum.
Ef þú vilt óska eftir ráðgjöf eða meðferð fyrir þig þá hvetjum við þig til að leita til heimilislæknis, sem metur málið og sendir tilvísun í átröskunarteymi Landspítala ef þörf þykir.
Allar fyrirspurnir fara fram í gegnum Heilsuveru