Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Bataskólinn

Í hnotskurn

Þarf tilvísun? Nei
Efnisflokkur: Geðheilsa
Staðsetning: Allt landið, Reykjavík
Aldursflokkur: Fullorðnir
Er úrræðið niðurgreitt?
Hvernig er aðgengið? Óvitað
Opnunartími: Öll kennsla Bataskólans fer fram í stofu H-001 í Stakkahlíð 1 á neðstu hæð inn af bókasafninu kl. 13:20

Þjónusta

Fræðsla ♥ Stuðningshópar fyrir aðstandendur

Fyrir hverja?

Nám í Bataskólanum er opið öllum 18 ára og eldri. Það er hugsað fyrir þá sem glíma við geðrænar áskoranir en hann er einnig opinn aðstandendum og starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði.

Ekki þarf neina tilvísun eða greiningu til að komast í bataskólann, einstaklingar meta sjálfir hvort þeir eiga erindi og sækja um sjálfir með því að senda póst á bataskoli@gmail.com.

Hvert er markmiðið?

Bataskólinn byggir á svo kallaðri batahugmyndafræði og eru sambærilegir skólar (e. recovery college) starfræktir víða um heim. Fyrstu bataskólarnir voru stofnaðir í Bandaríkjunum í kringum 1990 og á næstu áratugum voru sambærilegir skólar stofnaðir víða um heim og finnast þeir meðal annars á norðurlöndunum, Bretlandi, Írlandi, Kanada, Ástralíu, Japan og víðar. Bataskóli Íslands er byggður upp af fyrirmynd Nottingham Recovery College og er starfræktur í samstarfi við hann.

Bataskólar sinna fullorðinsfræðslu um efni sem tengist geðheilsu en þar fer ekki fram nein greining eða meðferð á geðröskunum. Áhersla er á nám en ekki meðferð og að hver og einn einstaklingur læri aðferðir sem henta honum til að vinna að eigin bataferli. Hugmyndafræðin sem skólarnir byggja á gengur út frá því að ekki er alltaf möguleiki á að losna undan öllum einkennum geðraskana en að alltaf er möguleiki á að bæta lífsgæðin og öðlast merkingabært líf með eða án einkenna.

Nánari upplýsingar

Bataskólinn býður upp á fjölda vandaðra námskeiða sem öll fjalla um bata og bætt lífsgæði á einn eða annan hátt. Námskeiðin byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir ásamt von og trú á bata og bættum lífsgæðum. Notendur og sérfræðingar semja og flytja námskeiðin saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast.

Bataskólinn virkar þannig að þú skráir þig í nám með því að smella á hnappinn „Sækja um” efst í hægra horni á vefsíðu skólans og fyllir út form þar sem beðið er um nafn, kennitölu, símanúmer og netfang.

Bataskólinn hefur svo samband við þig og bjóðum þér viðtal þar sem þú getur valið þau námskeið sem þú vilt sitja, færð frekari upplýsingar um skólann og námið og færð tækifæri til að spyrja spurninga.

Námskeiðin eru kennd milli kl. 13:20 og 15:20 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.

Þau sem velja að sitja öll námskeiðin klára yfirleitt námið á 2 önnum eða um það bil 7 mánuðum en það má líka fara hægar í gegnum námið og taka færri námskeið í einu.

Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði