Bæta við úrræði
Bæta við fagaðila
Bæta við samtökum
Bæta við æfingum
Bæta við slökun
Bæta við fræðsluefni
Bæta við vefsíðu
Bæta við smáforriti
Bæta við hlaðvarpi
Bæta við hlaðvarpsþætti
Bæta við bók
Bæta við tímariti

Geðhjálp

Í hnotskurn

Þarf tilvísun? Nei
Efnisflokkur: Aðstandendur, Geðheilsa
Staðsetning: Allt landið
Aldursflokkur: Allur aldurshópur
Opnunartími: Opið mán - fim: 9 - 15 og fös: 9 - 12

Þjónusta

Fræðsla ♥ Hagsmunagæsla ♥ Ráðgjöf ♥ Umræðuhópar ♥ Sjálfshjálparhópar ♥ Upplýsingamiðlun

Hvert er markmiðið?

Nánari upplýsingar

Landssamtökin Geðhjálp voru stofnuð 9. október 1979 og

Geðhjálp eruhagsmunasamtök þeirra sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála, til aðstandenda þeirra, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks sem býr við geðrænar áskoranir í samfélaginu.

Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga- og þekkingarmiðlun.

Hagsmunagæsla Geðhjálpar felst í því að aðstoða fólk við að leita réttar síns, t.d. með því að veita upplýsingar um kæruleiðir og koma ábendingum á framfæri við viðkomandi úrræði, stofnanir, fyrirtæki og stjórnvöld. Geðhjálp skrifar umsagnir um lagafrumvörp um breytingar í heilbrigðiskerfinu og tekur þátt í starfi nefnda um stefnumótun á vegum hins opinbera svo dæmi séu tekin.

Ráðgjöf Geðhjálpar felst í síma-, tölvupósts- og viðtalsráðgjöf við notendur, aðstandendur, vinnuveitendur og aðra í nánast umhverfi fólks með geðraskanir og geðfötlun. Hvorki er farið fram á tilvísun né aðild að Geðhjálp þó aðild sé vel þegin. Ráðgjöfin er ókeypis og yfirleitt stutt bið eftir viðtölum.

Geðhjálp gengst fyrir fundum, fyrirlestrum og ráðstefnum um málefni fólks með geðraskanir og geðfötlun. Starfsmenn félagsins eru boðnir og búnir til að miðla fræðslu og þekkingu um geðheilbrigði og starfsemi samtakanna þegar eftir því er óskað. Reglulegir viðburðir eru haldnir á vegum félagsins yfir vetrartímann.

Guðrúnartún 1
Heimilisfang: Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Netfang: gedhjalp@geðhjalp.is
Símanúmer: 570-7100
Ertu með ábendingar um þetta úrræði sem þú vilt koma á framfæri?
Hafa samband vegna úrræðis

Tengd úrræði